Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
banner
   þri 17. júlí 2018 08:30
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Eiður Aron: Fæ vonandi aftur að kljást við Bendtner
Eiður ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu í Þrándheimi í gær.
Eiður ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu í Þrándheimi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eiður Aron Sigurbjörnsson átti hreint magnaðan leik þegar Valur vann 1-0 sigur gegn Rosenborg á Hliðarenda fyrir tæpri viku síðan. Hann átti stórleik varnarlega og skoraði sigurmarkið. Liðin mætast aftur í Þrándheimi á morgun.

Fótbolti.net ræddi við Eið eftir æfingu Valsmanna í gær.

„Við náðum upp frábærum leik á Íslandi og nú er bara erfiður leikur framundan á miðvikudag. Við þurfum að eiga algjöran toppleik. Hjá Rosenborg er gerð krafa að slá út Val og það gætu orðið einhver læti," segir Eiður.

„Við förum í leikinn til að spila góðan fótbolta og verja markið okkar eins og menn. Þá ættum við að geta farið héðan glaðir."

„Fyrri leikurinn var með mínum betri leikjum í langan tíma held ég. Vonandi fæ ég að kljást aftur við Bendtner og þessa gæja, mér finnst það helvíti skemmtilegt. Allt liðið varðist frábærlega í fyrri leiknum og þá er auðvelt að líta vel út."

„Það þarf ekkert stress. Þetta er bara fótboltaleikur og við eigum að njóta þess að spila. Við höfum fulla trú á því að við getum klárað þetta verkefni. Ef við náum upp svipuðum leik og í síðustu viku förum við áfram, þeir sköpuðu sér nánast ekkert."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Eiður meðal annars um að styrkleiki Pepsi-deildarinnar endurspeglist í úrslitum íslenskra liða í Evrópuleikjum síðustu viku.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner