Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 17. ágúst 2021 16:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Hugsaði að þetta liti ekkert eðlilega vel út og var í algjöru sjokki"
Morecambe kom bara með geðveikt tilboð sem ég gat ekki hafnað
Morecambe kom bara með geðveikt tilboð sem ég gat ekki hafnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er svo gaman og þegar maður verður háður þessari tilfinningu langar mann ekki að hætta
Þetta er svo gaman og þegar maður verður háður þessari tilfinningu langar mann ekki að hætta
Mynd: Getty Images
Ég ákvað að hysja upp um mig buxurnar og koma mér aftur inn í liðið
Ég ákvað að hysja upp um mig buxurnar og koma mér aftur inn í liðið
Mynd: Getty Images
Ég sá það sem risastórt tækifæri og sem betur fer náði ég að nýta það rosalega vel
Ég sá það sem risastórt tækifæri og sem betur fer náði ég að nýta það rosalega vel
Mynd: Getty Images
Hinn markmaðurinn var einfaldlega betri en ég
Hinn markmaðurinn var einfaldlega betri en ég
Mynd: Getty Images
Þetta er bara 'make-or-break'
Þetta er bara 'make-or-break'
Mynd: Getty Images
Í fyrra var erfiðast í heimi að fá lánssamning
Í fyrra var erfiðast í heimi að fá lánssamning
Mynd: Getty Images
Jökull Andrésson er ungur markvörður, verður tvítugur í næstu viku og er hann samningsbundinn Reading á Englandi. Hann er uppalinn í Aftureldingu en flutti til Englands þegar bróðir hans, Axel Óskar, var fenginn inn í unglingastarfið hjá Reading.

Jökull hefur verið að gera mjög athyglisverða hluti því hann lék í ensku D-deildinni, League Two, á síðasta tímabili. Fyrri hluta tímabilsins var hann fenginn til Morecambe og Exeter á neyðarláni og var svo fenginn til Exeter í janúar á láni út tímabilið. Það eru ekki margir markverðir sem eru tvítugir eða yngri sem fá tækifæri á að spila í ensku deildunum og greip Jökull tækifærið.

Frammistaða hans á síðasta tímabili vakti mikla athygli og leist Morecambe það vel á Jökul að félagið ákvað að fá hann á láni í sumar. Morecambe komst upp úr D-deildinni í fyrra og spilar því í League One á þessu tímabili. Jökull var á bekknum í fyrsta leik Morecambe á tímabilinu en hefur spilað síðustu tvo leiki liðsins, leik í deildabikarnum og leik í deildinni.

Morecambe á í kvöld heimaleik gegn Rotherham í 3. umferð deildarinnar í kvöld. Fótbolti.net heyrði í Jökli og ræddi við hann um Morecambe.

Tilboð sem ég gat ekki hafnað
Hvernig kom þessi lánssamningur til?

„Eftir tímabilið hjá Exeter þá langaði mig að komast á næsta 'level' og það var auðvitað League One. Ég var búinn að tala mikið við Reading og menn þar langaði mikið að sjá mig taka skrefið í deildina fyrir ofan. Morecambe kom bara með geðveikt tilboð sem ég gat ekki hafnað, það var að spila League One fótbolta. Ég sagði auðvitað bara já," sagði Jökull.

Háður tilfinningunni að spila
Var það aldrei í stöðunni að þú yrðir varamarkvörður Reading eða eitthvað svoleiðis?

„Það voru teknar samræður um það en Reading er með markmann sem var á bekknum í fyrra. Hann er líka ungur og rosalega góður. Mig langaði svo rosalega lítið að vera á bekknum, fann tilfinninguna í fyrra hvernig það er að spila á hverjum einasta laugardegi og þriðjudegi, maður verður bara háður þessu, háður því að spila. Þetta er svo gaman og þegar maður verður háður þessari tilfinningu langar mann ekki að hætta. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki verið á bekknum og að ég þyrfti að spila."

Var í algjöru sjokki
Þurftirðu að bíða lengi eftir þessu tilboði frá Morecambe í sumar?

„Ég hugsaði að ég myndi sennilega þurfa að vera í nokkrar vikur á undirbúningstímabilinu með Reading áður en eitthvað myndi koma. Í fyrra var erfiðast í heimi að fá lánssamning en núna var ég búinn að vera í sumarfríi í tvær vikur og svo kom þetta. Ég hugsaði að þetta liti ekkert eðlilega vel út og var í algjöru sjokki. Ég trúði ekki að félag í League One vildi fá mig. Þetta var eitthvað sem ég gat ekki hafnað og sló til."

Minnir á Aftureldingu
Þú varst þarna í fyrra, kanntu vel við þig hjá félaginu?

„Já, alveg rosalega. Þetta er lítið félag, lítill bær og ekki mikið um að vera hérna en leikmennirnir vita það. Þeir vita að það eina sem áhorfendurnir eru með er þetta félag. Þetta minnti mig á gamla liðið mitt á Íslandi, Aftureldingu. Það eina sem er hérna er bara fótbolti. Ég spilaði hér í fyrra, fór á neyðarlán, spilaði tvo leiki og það gekk rosalega vel. Við unnum báða leikina og ég var með tvö hrein lök. Ég gat ekki beðið um meira. Ég fann hvernig stemningin er þarna og vissi hvað ég væri að koma mér út í."

Byrjaði ekki fyrsta leik en greip tækifærið í bikarnum
Var það ljóst að þú kæmir inn sem markvörður númer eitt?

„Þegar ég var að skrifa undir samninginn þá var rætt um að ég væri markmaður númer eitt. Svo þegar ég kom þá ræddi ég vel við þjálfarann og hann mun bara velja markmannin sem er að standa sig best. Þetta snýst ekki um að vera góður við neinn, þannig virkar ekki þessi bransi. Ég get verið hreinskilinn að í upphafi undirbúningstímabilsins var hinn markmaðurinn að gera betri hluti en ég. Ég veit ekki hvort það hafi verið að ég var að aðlagast, standa í flutningum eða eitthvað annað. Hinn markmaðurinn var einfaldlega betri en ég."

„Það útskýrir af hverju hinn markmaðurinn byrjaði fyrsta leik tímabilsins gegn Ipswich. Ég hugsaði þá að ég get annað hvort verið hérna, verið leiður og vorkennt sjálfum mér eða ég get bara gert eitthvað í þessu. Ég ákvað að hysja upp um mig buxurnar og koma mér aftur inn í liðið. Ég spilaði leik gegn Blackburn í bikarnum, átti rosalega góðan leik og var kominn inn í byrjunarliðið í deildinni í 2. umferð. Þetta er bara 'make-or-break'."


Náði að sýna sig fyrir þjálfaranum
Þurftiru að sýna þig á æfingum eða átti hinn markvörðurinn lélegan leik gegn Ipswich?

„Hann átti alls ekkert lélegan leik. Þjálfarinn talar um að hann sér allt, hann tekur eftir því ef við erum að gera vel á æfingum, sér ef við erum að gera réttu hlutina. Ég hugsaði að ég væri góður í þessu, góður í að sýna að ég get gert þessa hluti og gert þá vel."

„Þú verður betri á æfingasvæðinu og getur sýnt þjálfaranum hvað þú getur gert. Ef það var spil eða sendingaræfing þá hugsaði ég það sem tækifæri til að sýna hvað ég get gert, ég vildi sýna honum að ég er betri en hinn markmaðurinn. Það var stórt fyrir mig að fá það tækifæri, að þjálfarinn var ekki búinn að útiloka mig strax. Líka að fá sénsinn að spila í bikarleiknum gegn Blackburn, ég sá það sem risastórt tækifæri og sem betur fer náði ég að nýta það rosalega vel."


Lítið félag en Jökull vill stefna á topp tíu
Morecambe, hvað er markmið liðsins? Er það að halda sér uppi í deildinni?

„Morecambe er lið sem hefur verið í fallbaráttu í League Two síðustu árin, rétt svo náð að halda sér uppi. Í fyrra áttu þeir draumatímabil sem enginn átti von á. Auðvitað hugsa menn að þegar svona lítið félag er í League One með stórum félögum eins og Sunderland og Portsmouth og fleirum að markiðið sé að halda sér uppi. Þannig hugsum við leikmenn og þjálfarar þetta ekki. Við erum búnir að byrja þetta tímabil geggjað vel, erum í fimmta sæti í deildinni eftir tvo leiki. Auðvitað stefnum við á að vera eins ofarlega og við getum í deildinni."

„Við erum með rosalega gott lið, leikmenn sem koma frá allskonar löndum. Ég myndi segja að við ættum að stefna á topp tíu. Þetta er rosalega spennandi."


Sem betur ekki lengur í sumarbústað
Þú sagðir frá því að þú hefðir búið í sumarbústað þegar þú varst hjá Exeter. Hvernig er aðstaðan hjá þér núna?

„Sem betur fer er ég ekki lengur í sumarbústað með beljur og kindur sem nágranna, ég hef ekkert á móti dýralífinu en ég myndi frekar kjósa það að vera í íbúð. Núna er ég æðislegri íbúð í Preston sem er 40 mínútum í burtu frá Morecambe. Ég var að flytja inn í hana um helgina, þetta er æðislegt. Þetta er mjög þægilegt, eðlilegri aðstæður miðað við að vera í sumarbústað í hálft ár," sagði Jökull.

Fyrri viðtöl við Jökul:
Jökull býr í sumarbústað og spilar fótbolta - „Þetta er ekkert flókið"
Jökull: Voru kindur fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama
Athugasemdir
banner
banner