Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 15:00
Mist Rúnarsdóttir
Dilyan hættur þjálfun Einherja (staðfest)
Hefur hug á að halda áfram þjálfun
Dilyan er hér lengst til vinstri á liðsmynd Einherja
Dilyan er hér lengst til vinstri á liðsmynd Einherja
Mynd: Aðsend
Frá leik Einherja og Gróttu í vor
Frá leik Einherja og Gróttu í vor
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dilyan Nikolaev Kolev er hættur þjálfun Einherja í 2. deild kvenna. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í gær. Dilyan hefur verið hjá félaginu frá árinu 2015. Fyrst sem leikmaður og svo einnig sem þjálfari kvennaliðs Einherja. Áður lék hann í mörgum deildum erlendis sem og með KF hér á Íslandi.

„Samningurinn minn er að renna út og stjórnin vill líklega prófa eitthvað nýtt. Ég hafði áhuga á að halda áfram en svona er þjálfaralífið. Þetta er svolítið svona eins og fyrsta sambandið, þú munt alltaf muna eftir þessu og þessir tímar munu eiga sérstakan stað í hjarta mér,“ sagði Dilyan um ástæðu þess að hann lætur af störfum en hann verður áfram búsettur á Vopnafirði nema spennandi þjálfarastarf bjóðist annars staðar.

„Þetta var frábær hópur sem mér gafst færi á að þjálfa og ég er stoltur af þeim og þakklátur stjórninni fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Úrslitin voru ekki alltaf þau bestu en framfarir síðustu ára eru augljósar. Við höfum lagt hart af okkur og ég er viss um að liðið muni halda áfram að bæta sig og verði fljótlega komið hærra í stigatöflunni. Heimastelpurnar eru búnar að vera virkilega duglegar og við höfum fengið gæðaleikmenn að utan svo ég held að fólkið heima á Vopnafirði kunni að meta hvað við höfum verið að gera. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera hluti af Einherja og bæjarfélaginu“

Aðspurður segist Dilyan hafa hug á að halda áfram þjálfun.

„Ég ætla klárlega að halda áfram að þjálfa og leita mér að nýrri áskorun. Ég klára UEFA-B gráðuna mína fljótlega og trúi því að ég fái einhver spennandi tækifæri fyrr en síðar. Ég er spenntur fyrir framtíðinni.“

„Í lokin langar mig að minnast aðeins á 2. deildina. Það var frábært að taka þátt í henni í sumar og deildin mun sterkari en á síðasta ári. Fullt af góðum leikjum, mörkum og óvæntum úrslitum. Ég mæli með því að fólk gefi sér tíma til að fylgjast með þessum stelpum. Við erum að fá reynslumikla þjálfara í deildina og það gerir framtíðina enn bjartari.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner