Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. september 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pellegrini: Lucas þurfti meiri upphitun
Mynd: Getty Images
West Ham United vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu er liðið heimsótti Everton í gær.

Marko Arnautovic var besti maður vallarins en Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, neyddist til að skipta honum útaf þegar hann meiddist í seinni hálfleik.

Lucas Perez var á bekk Hamranna og átti að koma inn fyrir Arnautovic en þegar kom að skiptingunni ákvað Pellegrini að senda Michail Antonio frekar inn á völlinn. Myndavélar náðu orðaskiptum á myndband og virtist Perez ekki sérlega sáttur með þessa ákvörðun stjórans.

„Þegar Marko meiddist kallaði ég á Lucas og lét hann hita upp. Þegar ég ætlaði svo að framkvæma skiptinguna sá ég að Lucas var sitjandi á bekknum á meðan Antonio var í miðri upphitun og klár í slaginn. Þess vegna skipti ég honum inná í staðinn," sagði Pellegrini að leikslokum.

„Mér fannst það betra heldur en að bíða eftir að Lucas myndi hita aftur upp. Antonio var tilbúinn en Lucas þurfti meiri upphitun og þess vegna fór hann inná."
Athugasemdir
banner
banner