Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. september 2018 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Wilshere fer undir hnífinn - Frá í sex vikur
Wilshere hefur átt í miklu basli með meiðsli á sínum ferli.
Wilshere hefur átt í miklu basli með meiðsli á sínum ferli.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere gekk til liðs við West Ham í sumar en hann kom á frjálsri sölu frá Arsenal. Wilshere gerði þriggja ára samning við West Ham. Í gegnum sinn feril hefur hann þurft að glíma við ansi hvimleið meiðsli sem hafa hrjáð honum mikið.

West Ham unnu sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar þeir tóku með sér þrjú stig af Goodison Park. Wilshere var ekki í leikmannahóp West Ham en fyrir þennan leik hafði hann spilað alla fjóra leikina.

Pellegrini þjálfari West Ham virðist vera mikill aðdáandi Wilshere en hann fékk það í gegn hjá stjórn félagsins að veita honum þriggja ára samning en í byrjun stóð til að hann fengi aðeins eins árs samning.

Eftir meiðslalaust sumar tóku sig upp ökklameiðsli sem hann hafði glímt við á sínum tíma hjá Arsenal. Nú er það orðið ljóst að Wilshere þarf að leggjast undir hnífinn og telja læknar að hann geti snúið til baka eftir sex vikur, hið minnsta.

Arnautovic þurfti að fara útaf vegna meiðsla í leiknum gegn Everton en talið er að hann muni aðeins missa af einum leik.

West Ham mætir Chelsea á sunnudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner