Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarstjórinn fær stöðuhækkun hjá Brentford
Thomas Frank er nýr knattspyrnustjóri Brentford.
Thomas Frank er nýr knattspyrnustjóri Brentford.
Mynd: Getty Images
Brentford sem leikur í ensku Championship-deildinni hefur ráðið nýjan þjálfara til að taka við af Dean Smith sem ráðin var knattspyrnustjóri Aston Villa í síðustu viku.

Maðurinn sem tekur við af Smith heitir Thomas Frank og er danskur.

Frank, sem 45 ára, hefur víðtæka reynslu sem þjálfari. Hann þjálfaði lengi vel yngri flokka í Danmörku og yngri landsliðin þar. Hann var þjálfari hjá U16, U17 og U19 landsliðum Dana áður en hann var ráðinn þjálfari Bröndby 2013.

Hætti eftir skrif eigandans
Hann hætti hjá Bröndby árið 2016 og ástæðan fyrir því vakti mikla athygli. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu hjá Bröndby eftir skrif eiganda félagsins á spjallborði á netinu.

Eigandinn og stjórnarformaðurinn Jan Bech Andersen notaði aðgang sonar síns til að gagnrýna þjálfarann, leikmenn og aðra tengda félaginu undir dulnefni.

Frank ákvað að hætta eftir það og hélt hann til Englands þar sem hann gerðist aðstoðarstjóri Brentford. Hann er búinn að sinna góðu starfi hjá félaginu sem hefur skilað sér í stöðuhækkun. Hann er orðinn aðalknattspyrnustjóri félagsins.

Hann mun stýra sínum fyrsta leik gegn Bristol City á laugardag. Brentford er í sjöunda sæti Championship-deildarinnar þegar 12 umferðir eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner