Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arda Turan fær stærstu sekt í sögu efstu deildar á Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Arda Turan hefur verið sektaður um 370 þúsund evrur (50 milljónir íslenskar krónur) af félagi sínu Istanbul Basaksehir. Ástæðan fyrir sektinni er sú að Turan réðst á tyrkneska poppstjörnu, Brekay Sahin, á næturklúbbi.

Turan, sem er 31 árs, er samningsbundinn Barcelona en hann gekk í raðir félagsins fyrir þremur árum frá Atletico Madrid.

Hann náði sér ekki á strik hjá Börsungum og var lánaður til Basaksehir í Istanbúl.

Hann hefur verið í vandræðum utan vallar síðan hann gekk í raðir Istanbul Basaksehir. Þessi sekt sem hann fékk hjá Basaksehir er sú stærsta í sögu tyrknesku úrvalsdeildarinnar.

Sektin er ekki stærsta vandamál Turan en hann gæti átt yfir höfði sér langt fangelsi. Saksóknari fer fram á tólf og hálfs árs fangelsi en Turan er sakaður um kynferðislega áreitni, líkamsárás og fyrir að hafa verið með ólögleg vopn á sér þetta kvöld sem hann réðst á Sahin.

Turan á 100 landsleiki að baki fyrir Tyrkland.
Athugasemdir
banner