Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. október 2018 09:15
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Barton með margar nýjar hugmyndir
Barton gæti ekki verið á betri stað til að taka sín fyrstu skref á stjóraferlinum að sögn Grétars.
Barton gæti ekki verið á betri stað til að taka sín fyrstu skref á stjóraferlinum að sögn Grétars.
Mynd: Getty Images
Joey Barton var umdeildur á leikmannaferli sínum og er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Barton er nú að reyna fyrir sér sem knattspyrnustjóri og er hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood.

Grétar Rafn Steinsson er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu og í Miðjunni var Grétar spurður út í það hvernig Barton væri sem stjóri.

„Hann er mjög fínn. Hann hefur margar nýjar hugmyndir sem hann vill láta reyna á," segir Grétar.

Barton hefur góðan stuðning í sínu fyrsta knattspyrnustjórastarfi og er með fagfólk í kringum sig sem hann getur leitað til.

„Það góða við það sem við höfum byggt upp hjá Fleetwood er að það er allt til alls. Hann er að stíga sín fyrstu skref í þessu og þarna viltu stíga þín fyrstu skref. Það er hugsað út í allt og við erum með sérfræðinga í öllu."

„Hann er umdeildur en þá er ekki hægt að vera á betri stað en hjá okkur. Við erum öðruvísi og erum að berjast við alla. Eigandinn vill að við séum öðruvísi. Við höfum skapað umhverfi þar sem allir vilja ná lengra og Barton vill ná lengra svo hann passar vel inn í," segir Grétar.

Fleetwood á sér þann draum að komast upp í Championship-deildina en sem stendur er liðið þremur stigum frá umspilssæti.

Smelltu hér til að hlusta á Grétar Rafn í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner