Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. október 2018 13:49
Elvar Geir Magnússon
KR vill halda Gunnari Þór, Finni Orra og Sindra Snæ
Finnur Orri Margeirsson.
Finnur Orri Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vill halda í leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil og bæta einhverjum við.

Hann sagði við Fótbolta.net í dag að búið væri að ræða við þá leikmenn sem væru að renna út á samningi og vonaðist til að þeir yrðu áfram.

Um er að ræða varnarmanninn Gunnar Þór Gunnarsson, miðjumanninn Finn Orra Margeirsson og markvörðinn Sindra Snæ Jensson.

Morten Beck fór í aðgerð í síðasta mánuði eftir að hafa slitið krossband en það er talsvert í að hann geti spilað fótbolta.

„Við þurfum að sjá hvernig aðgerðin heppnast og hvernig endurhæfing gengur á nýju ári. Við munum áfram hugsa vel um hann og hafa hann innan okkar sjóndeildarhrings," sagði Rúnar við Fótbolta.net í lok ágúst.

Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður Víkings, hefur verið sterklega orðaður við KR en Rúnar segir að það sé ekkert komið í ljós í þeim málum en vildi ekki tjá sig frekar.

Hann segist búast við því að einhverjar fréttir berist frá KR í næstu viku en KR-ingar náðu fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og leika í Evrópukeppni á nýjan leik næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner