Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. nóvember 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bæjarar djömmuðu til morguns í Miami og Kovac missti tökin
James Rodriguez skemmti sér vel í Miami.
James Rodriguez skemmti sér vel í Miami.
Mynd: EPA
Niko Kovac var stjóri Bayern í 19 mánuði.
Niko Kovac var stjóri Bayern í 19 mánuði.
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild hefur varpað ljósi á atburðarásina bak við tjöldin hjá Bayern München sem leiddu svo til þess að þjálfarinn Niko Kovac missti tökin og var á endanum rekinn.

Fjallað er um undirbúningstímabilið 2018 þegar Bayern fór til Miami í æfingaferð. Kovac var með afskaplega erfiðar og krefjandi æfingar og leikmenn bjuggust við því að vera verðlaunaðir með því að fá eitt „móralskt kvöld" þar sem þeir fengju að skemmta sér.

Kovac bannaði hinsvegar leikmönnum að fara út að skemmta sér.

„Það er mikilvægur undirbúningsleikur eftir þrjá daga. Við þurfum að vera einbeittir því fyrsti leikurinn í þýsku deildinni bíður okkar eftir sex vikur. Það er ekki réttur undirbúningur að skemmta sér," sagði Kovac.

En leikmennirnir óhlýðnuðust þjálfaranum sínum og búinn var til sérstakur WhatsApp hópur sem var kallaður 'Miami Nights'. Sagt er að David Alaba, Rafinha og Franck Ribery hafi skipulagt skemmtikvöld og Kovac hafi orðið vitni að því þegar leikmenn yfirgáfu hótelið og héldu út á lífið.

Um kvöldið hafi svo gleðipinninn James Rodriguez farið á kostum og orðið 'leiðtogi hópsins'. Hann hafi myndað það sem fram fór og sett myndirnar í 'Miami Nights' hópinn.

Leikmenn voru að koma aftur upp á hótel um klukkan 6 um morguninn og bjuggust við því að þurfa að taka út refsingu frá Kovac á æfingasvæðinu.

En samkvæmt Bild þá sagði Kovac ekkert og það hafi komið leikmönnum mjög á óvart. Í kjölfarið hafi leikmenn svo misst virðingu fyrir Kovac því hann hélt ekki aga í hópnum. Leikmenn hafi meira að segja farið aftur út að skemmta sér í æfingaferðinni.

Kovac entist sextán mánuði sem stjóri Bayern. Á eina heila tímabili hans í starfi vann liðið þýska meistaratitilinn og þýska bikarmeistaratitilinn. Hann var svo rekinn tímabilið eftir, í kjölfarið á 5-1 tapi gegn Eintracht Frankfurt.
Athugasemdir
banner
banner