
Ivan Perisic og Josko Gvardiol voru bestu leikmenn Króatíu er liðið vann 2-1 sigur á Marokkó í bronsleiknum á HM í Katar í dag, en það er Fotmob sem gefur einkunnir í þetta sinn.
Gvardiol var frábær í vörn Króata en hann var einnig atkvæðamikill í sóknarleik liðsins.
Hann skoraði opnunarmark leiksins með þrumuskalla og komst þá einn gegn Yassine Bounou, markverði Marokkó, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en var tekinn niður af Sofyan Amrabat.
Varnarmaðurinn fær 8 fyrir frammistöðuna en Ivan Perisic fær sömu einkunn. Sá var gríðarlega öflugur í dag og lagði upp fyrsta mark leiksins og var að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti.
Króatía: Livakovic (7), Stanisic (7), Sutalo (6), Gvardiol (8), Majer (6), Kovacic (7), Modric (7), Perisic (8), Kramaric (7), Orsic (7), Livaja (6).
Varamenn: Vlasic (6), Pasalic (5), Petkovic (6).
Marokkó: Bounou (5), Hakimi (6), El-Yamiq (6), Achraf Dari (7). Attiyat Allah (5), Amrabat (6), Sabiri (5), El Khannous (6), Ziyech (7), Boufal (6), En-Nesyri (5).
Varamenn: Chair (5), Ounahi (6), Zaroury (6), Banoune (5), Amallah (5).
Athugasemdir