Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. apríl 2019 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Napoli og Arsenal: Auba og Laca byrja saman
Mynd: Getty Images
Arsenal heimsækir Napoli í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Unai Emery teflir fram sinni hefðbundnu þriggja manna varnarlínu og eru Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang saman í fremstu víglínu.

Aaron Ramsey byrjar ásamt Granit Xhaka og Lucas Torreira á miðjunni en Xhaka er búinn að ná sér eftir meiðsli og spilaði 90 mínútur gegn Watford.

Arkadiusz Milik byrjar frammi hjá heimamönnum í Napoli og eru Lorenzo Insigne og Jose Callejon einnig í byrjunarliðinu.

Kalidou Koulibaly er á sínum stað í varnarlínunni en Vlad Chiriches og Nikola Maksimovic eru við hliðina á honum. Raul Albiol er frá vegna meiðsla og Elsejd Hysaj er á bekknum.

Varnarlína Napoli er því skipuð fjórum leikmönnum en aðeins þrír munu sitja eftir. Maksimovic er miðvörður að upplagi og fær Ghoulam því frelsi til að sækja upp vinstri vænginn, með Fabian Ruiz, Piotr Zielinski og Insigne sér til aðstoðar.

Arsenal vann fyrri leik liðanna 2-0 og mikil eftirvænting fyrir leik kvöldsins.

Byrjunarlið Chelsea hefur þá einnig verið staðfest en liðið fær Slavia Prag í heimsókn. Chelsea vann fyrri leikinn 0-1 úti.

Eden Hazard byrjar ásamt Olivier Giroud og Pedro og þá eru Mateo Kovacic og Ross Barkley á miðjunni ásamt N'Golo Kante. Jorginho er ekki í byrjunarliðinu en Chelsea á mikilvægan leik gegn Burnley á mánudaginn.

Napoli: Meret; Maksimovic, Chiriches, Kouibaly, Ghoulam; Callejon, Allan, Zielinski, F.Ruiz; Insigne, Milik

Arsenal: Cech, Maitland-Niles, Sokratis, Koscielny, Monreal, Kolasinac, Torreira, Xhaka, Ramsey, Aubameyang, Lacazette.


Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Luiz, Christensen, Emerson, Kante, Kovacic, Barkley, Pedro, Giroud, Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner