Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. apríl 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Viss um að við munum sýna stórkostlega frammistöðu"
Ancelotti telur að Napoli geti slegið Arsenal út.
Ancelotti telur að Napoli geti slegið Arsenal út.
Mynd: Getty Images
Napoli fær Arsenal í heimsókn í Evrópudeildinni í dag. Þetta er seinni leikur liðanna í 8-liða úrslitum. Napoli er 2-0 undir í einvíginu þar sem Arsenal vann á heimavelli.

Carlo Ancelotti, stjóri Napoli, býst við stórkostlegri frammistöðu frá sínum mönnum í dag.

„Ég er viss um að við munum sýna stórkostlega frammistöðu," sagði Ancelotti við blaðamenn í gær.

„Verður það nóg? Ég held það, ég held að við getum unnið þetta einvígi."

„Hvað þurfum við að gera? Í þremur orðum. Hugrekki, gáfur og hjarta."

Leikur Napoli og Arsenal hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Athugasemdir
banner
banner