Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 21:18
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea náði fram hefndum gegn Leicester
Chelsea er komið upp í þriðja sæti deildarinnar
Chelsea er komið upp í þriðja sæti deildarinnar
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 1 Leicester City
1-0 Antonio Rudiger ('47 )
2-0 Jorginho ('66 , víti)
2-1 Kelechi Iheanacho ('76 )

Chelsea er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Leicester í næst síðustu umferð deildarinnar. Leicester verður nú að treysta á að Liverpool tapi stigum gegn Burnley á morgun.

Timo Werner var í sviðsljósinu í leiknum í kvöld en það var mark dæmt af honum eftir átján mínútuna leik þar sem hann var í rangstöðu.

Heimamenn með yfirburði í fyrri hálfleiknum en Werner skoraði aftur á 34. mínútu. Cesar Azpilicueta átti hornspyrnu á fjærstöngina og þar var Werner mættur til að koma boltanum í netið.

Boltinn fór inn fyrir línuna en atvikið var skoðað í VAR og sást Werner notað höndina til að koma boltanum í markið. Það var því dæmt af.

Staðan markalaus í hálfleik en það tók Antonio Rüdiger aðeins tvær mínútur að koma Chelsea yfir í þeim síðari. Ben Chilwell tók hornspyrnu sem Azpiicueta kom áfram á Rüdiger sem skoraði af stuttu færi.

Chelsea fékk vítaspyrnu á 65. mínútu er Wesley Fofana braut á Werner innan teigs. Jorginho steig á punktinn og skoraði .

Kelechi Iheanacho kom inná sem varamaður hjá Leicester og var ekki lengi að láta að sér kveða. Hann minnkaði muninn á 76. mínútu eftir sendingu frá Wilfried Ndidi.

Ayoze Perez fékk svo besta tækifæri Leicester til að jafna eftir fyrirgjöf frá Ricardo Pereira en hann skaut yfir markið af stuttu færi.

Lokatölur 2-1 fyrir Chelsea sem fer upp í þriðja sæti deildarinnar og er Leicester nú í fjórða sætinu. Liverpool mætir Burnley á morgun og getur með sigri komist upp í Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferðina. Baráttan um Meistaradeildarsæti er gríðarlega spennandi en Chelsea þó ekki enn búið að tryggja sæti sitt. Liðið þarf enn sigur í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner