Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. maí 2021 19:07
Brynjar Ingi Erluson
England: Fulham náði í stig á Old Trafford - Þriðji sigur Leeds í röð
Bobby Reid og Joe Bryan fagna jöfnunarmarkinu
Bobby Reid og Joe Bryan fagna jöfnunarmarkinu
Mynd: EPA
Patrick Bamford skoraði fyrra mark Leeds
Patrick Bamford skoraði fyrra mark Leeds
Mynd: EPA
Manchester United og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í kvöld en Joe Bryan sá um að ná í stig fyrir gestina. Leeds vann þá Southampton 2-0 en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð.

Þetta var fallegur dagur fyrir enska boltann en stuðningsmenn máttu mæta á völlinn eftir langa bið. Andrúmsloftið var gott á Old Trafford og nýttu heimamenn sér það.

Edinson Cavani skoraði strax á 15. mínútu leiksins og vel við hæfi að það hafi verið eitt af mörkum tímabilsins. Aðdragandinn var þó umdeildur en David De Gea átti langa sendingu frá markteig og fram völlinn.

Boltinn fer framhjá Bruno Fernandes og á Cavani sem vippaði honum laglega yfir Alphonse Areola og í markið af 40 metra færi en Fernandes fékk stoðsendinguna fyrir markið. VAR skoðaði atvikið og taldi sem svo að Fernandes hafi snert boltann en í endursýningum virðist hann þó ekki koma við knöttinn.

Cavani var í rangstöðu þegar De Gea sparkaði boltanum fram og því afar umdeilt atvik en markið stóð og áfram hélt leikurinn.

Gestirnir komu sér betur inn í leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks átti Ademola Lookman stungusendingu inn fyrir á Fabio Carvalho sem tókst þó ekki að koma boltanum framhjá De Gea.

United fékk nokkur tækifæri til að gera út um leikinn í þeim síðari en það gekk þó ekki upp. Fulham refsaði heimamönnum á 76. mínútu er Bristol-bræðurnir Joe Bryan og Bobby Reid sá u um að jafna leikinn. Bobby átti fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Bryan var mættur til að stanga boltann inn.

Lokatölur 1-1 á Old Trafford. Man Utd er í öðru sæti með 71 stig þegar einn leikur er eftir en liðið hefði klárlega viljað kæta stuðningsmenn sína með sigri í dag.

Á sama tíma vann Leeds lið Southampton, 2-0. Leedsarara hafa verið afar ferskir í síðustu leikjum og ætla að enda mótið frábærlega.

Þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð en Patrick Bamford og Tyler Roberts sáu til þess að liðið færi upp í áttunda sæti.

Bamford klobbaði Alex McCarthy, markvörð Southampton, á 76. mínútu áður en Roberts gerði út um leikinn undir lok leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester Utd 1 - 1 Fulham
1-0 Edinson Cavani ('15 )
1-1 Joe Bryan ('76 )

Southampton 0 - 2 Leeds
0-1 Patrick Bamford ('73 )
0-2 Tyler Roberts ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner