Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil vonbrigði með Fylki en eru þær að finna taktinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðið sem endar í þriðja sæti í fyrra er í tómu tjóni það sem af er," sagði Mist Rúnarsdóttir í síðasta þætti af Heimavellinum er hún hóf umræðu um Fylki.

Fylkir hefur ekki átt gott sumar og er í fallsæti eins og er með aðeins fimm stig eftir sex leiki.

„Mikil vonbrigði. Þær misstu leikmenn, en maður var að vonast til þess að þær væru komnar með þannig kjarna að þetta myndi vera aðeins betra. Það er eitthvað sem er ekki að smella," sagði Aníta Lísa Svansdóttir.

„Ég held að þetta 9-0 tap hafi sett allt til hliðar. Ef maður horfir í tölurnar, þá er markatalan 4-5 í hinum leikjunum. Þær eru búnar að múra fyrir og taka til í sínum leik. Þær skora tvö mörk í síðasta leik og ég held að þær séu að komast í takt," sagði Sæbjörn Þór Steinke en Fylkir tapaði 9-0 fyrir Breiðablik í upphafi móts.

„Þetta eru jafnir leikir. Þegar maður segir að allt sé í volli þá er maður bara að horfa á töfluna. Þær tapa með einu marki gegn Val á útivelli, þær gera 1-1 jafntefli við Keflavík, gera jafntefli við Selfoss úti og tapa svo í hörkuleik á móti Stjörnunni, áður en þær vinna Tindastól. Ef við horfum á þær sem lið sem við héldum að væri að fara í toppbaráttu, þá er þetta augljóslega ekki ásættanlegt en ef Fylkir verður í svipuðum málum og tímabilin á undan síðasta ári, þá er þetta ekkert sjokk," sagði Mist.

„Staðan er talsvert betri eftir sigurinn á Tindastóli. Það eru sjö lið sem geta nokkurn veginn horft í fjórða sætið því það eru bara fimm stig á milli fjórða og tíunda. Það er stutt á milli og mjög skemmtileg byrjun á mótinu," sagði Sæbjörn.

„Mér finnst áhyggjuefnið vera að Bryndís Arna er ekki búin að skora, í sex leikjum í deildinni. Það er leikmaður sem þarf að skora mörk fyrir þær. Það er vont þegar sóknarmennirnir sem eiga að skora eru ekki að skora. Hún þarf að koma sér inn í þetta og þá getur þetta smollið hjá þeim. Maður horfir á liðið og þetta eru frábærir leikmenn. Kjartan veit líka hvað hann er að gera. Það spilar kannski mikið inn í að Katla (María Þórðardóttir) er búin að vera 'off'," sagði Aníta Lísa.

Allan Heimavöllinn má sjá hlusta á hér að neðan.
Heimavöllurinn: Írskir dagar og þriðjungsuppgjör á Maxinu
Athugasemdir
banner
banner
banner