Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. júlí 2022 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Byrjunarlið Frakklands: Sex breytingar
Icelandair
Melvine Malard kemur inn í sóknarlínuna
Melvine Malard kemur inn í sóknarlínuna
Mynd: Getty Images
Corinne Diacre, þjálfari franska landsliðsins, hefur opinberað byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi sem hefst eftir rúman klukkutíma.

Sex breytingar eru á byrjunarliðinu frá því gegn Belgíu í leik tvö í riðlinum. Þrjár breytingar eru á varnarlínunni, ein á miðjunni og tvær í sóknarlínunni.

Sakina Karchaoui, Grace Geyoro, Griedge M'Bock Bathy, Delphine Cascarino og Eve Perisset taka sér sæti á bekknum og þá er Marie-Antoinette Katoto frá vegna meiðsla sem hún varð fyrir í fyrri hálfleik gegn Belgíu.

Inn í liðið koma þær Marion Torrent (Montpellier), Aissatou Tounkara (Atletico Madrid), Sandie Toletti (Levante), Melvine Malard (Lyon), Selma Bacha (Lyon) og Sandy Baltimore (PSG).

Byrjunarlið Frakklands:
21. Pauline Peyraud-Magnin (m)
3. Wendie Renard
4. Marion Torrent
5. Aissatou Tounkara
6. Sandie Toletti
10. Clara Mateo
11. Kadidiatou Diani
12. Melvine Malard
13. Selma Bacha
14. Charlotte Bilbault
17. Sandy Baltimore
Athugasemdir
banner