Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. júlí 2022 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafa fundið leiðir til að skora mörk gegn Frakklandi
Icelandair
Gott teymi
Gott teymi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, Steini, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í lokaleik Íslands í riðlakeppninni á EM í kvöld.

„Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur, Frakkland er með gott lið sem hefur gert góða hluti á þessu móti. Þær sækja vel, búa til mikið af færum, við þurfum að verjast vel og nýta færin á að spila fram á við þegar við fáum tækifæri til þegar við vinnum boltann."

Ísland skoraði eitt mark í báðum leikjunum til þessa en Steini telur að þau hafi fundið leiðir til að skora mörk gegn Frökkum.

„Við þurfum að nýta færin sem við fáum í þessum leik og ég bjartsýnn á að við munum gera það. Ég held að við höfum fundið leiðir til að búa til færi og skora mörk á móti Frökkum."

Hvað þarf að gera til að stöðva frönsku leikmennina?

„Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í, ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum þeirra sem við þurfum að vera klár í að lesa og leysa."

„Við þurfum að vera mjög sterkar 1 á 1 inn í þessum svæðum og vera tilbúnar í báráttu á móti þeim. Þær eru með líkamlega sterkt lið, hraði í liðinu og svo sóknarlega þurfum við að þora, þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast við það að þær eru að sækja - að við spilum boltanum inn í þau pláss aftur þegar við vinnum hann."

„Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að gera. Ég tel að við munum gera þetta á morgun og ætlum að gera þetta."

Sjá einnig:
Öll svör Steina og Glódísar - „Ég kem ykkur á óvart"

Athugasemdir
banner
banner