Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. júlí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Öll svör Steina og Glódísar - „Ég kem ykkur á óvart"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allar í toppstandi
Allar í toppstandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta hefur ekkert spilað á mótinu til þessa
Elín Metta hefur ekkert spilað á mótinu til þessa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér finnst hann frábær leikmaður og ætla bara að segja að það sé jákvætt.
,,Mér finnst hann frábær leikmaður og ætla bara að segja að það sé jákvætt.
Mynd: EPA
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og varafyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðlakeppninni á EM og mætir Ísland Frakklandi á New York Stadium í Rotherham klukkan 19:00 á íslenskum tíma í kvöld.

Hér að neðan má sjá öll svör þeirra Steina og Glódísar á fréttamannafundinum. Það efni sem þegar hefur verið birt á síðunni má nálgast með því að smella á feitletruðu hlekkina í fréttinni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Steini: Eru allir heilir og klárir í slaginn?
„Já, það eru allar heilar og allar klárar."

Ertu ánægður með líkamlega standið á hópnum eftir fyrstu tvo leikina? „Mjög ánægður með það og það eru allar í góðu lagi - engin með neitt smáhnjask eða eitthvað þannig. Held að þær séu bara allar í toppstandi."

Um hitann á leikdegi og í leiknum

Steini: Árið 2007 unnum við Frakka í fyrsta og eina skiptið til þessa. Hefuru séð hluti síðustu daga sem fá þig til að trúa að við getum gert það aftur?
„Já, ég trúi á að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega. Við áttum mjög góðan fund í gær þar sem við sýndum fram á hluti í leik Frakka sem að geta hjálpað okkur og möguleika í því að vinna þær. Fórum yfir sóknarleikinn hjá þeim og hvernig þær verjast í varnarleiknum."

Leikmenn fá ekki stanslaust að vita stöðuna í hinum leik riðilsins

Glódís um að vera varafyrirliði

Glódís: Þú spilaðir á móti þeim á síðasta móti, hvernig metur þú möguleikana á móti þeim? Og tapið á móti þeim, situr það eitthvað í ykkur?
„Nei, það situr ekkert í okkur en var auðvitað gríðarlega svekkjandi seinast að fá þetta víti á okkur í lokin af því við spiluðum ótrúlega flottan varnarleik og áttum skilið fannst mér að fá stig. Við erum með mikið breytt lið frá þeim leik, erum að spila annað kerfi, með aðrar áherslur þannig þetta verður allt öðruvísi leikur en þá held ég."

„Að sama skapi eru þær ennþá með alveg gríðarlega sterkt lið þannig við þurfum að eiga toppleik til að ná í þennan stig. En við höfum fulla trú á að við getum það."


Glódís, Steini og frönsk fréttakona um Katoto og hennar fjarveru

Steini: Við hvernig leik býstu frá Frökkum sem eru þegar komnir með sæti í 8-liða úrslitum?
„Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur, Frakkland er með gott lið sem hefur gert góða hluti á þessu móti. Þær sækja vel, búa til mikið af færum, við þurfum að verjast vel og nýta færin á að spila fram á við þegar við fáum tækifæri til þegar við vinnum boltann. Við þurfum að nýta færin sem við fáum í þessum leik og ég bjartsýnn á að við munum gera það. Ég held að við höfum fundið leiðir til að búa til færi og skora mörk á móti Frökkum."

Erum við að fara sjá breyttar áherslur frá fyrstu tveimur leikjunum? Meira uppspil í gegnum miðjuna eða eitthvað slíkt?
„Það kemur í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart á morgun."

Reynt að fá upplýsingar í gegnum Söru um byrjunarlið Frakklands

Steini: Fjórir útileikmenn hafa ekkert komið við sögu í mótinu til þessa og athyglisvert að ein þeirra er Elín Metta Jensen. Hver er ástæðan fyrir því?
„Mér finnst bara Svava, Sveindís og Berglind hafa verið góðar og þess vegna finnst mér ég ekkert þurfa að vera breyta."

Frídagur í gær: Fórstu á einhvern nýjan rólóvöll?
„Nei, ég fór reyndar ekki á róló í gær. En ég hitti fjölskylduna og hafði bara gaman með barnabarninu og allt það. Ég bara naut mín í gær og allt það. Ég held að þetta hafi verið fyrsti frídagurinn okkar frá því að við fórum frá Íslandi þar sem hefur verið alveg frí."

„Við töldum það vera gríðarlega mikilvægt fyrir hópinn að fara út úr þessu umhverfi, gera það sem þær vildu - innan ákveðna marka - og njóta sín. Einu frídagarnir okkar þannig séð hafa verið ferðadagar og við tókum það þannig að við yrðum að gefa leikmönnum frí svo þeir fengju andrými og líka að fólkið í kring fengi tækifæri til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta."

„Vonandi skilar það sér á morgun og þetta verður frábær dagur fyrir okkur."


Glódís: Þér var líkt við Van Dijk eftir fyrsta leikinn. Hvað finnst þér um þann samanburð?
„Ég var ekki búin að sjá þetta. Mér finnst hann frábær leikmaður og ætla bara að segja að það sé jákvætt."

Steini: Hvað þurfum við helst að varast hjá Frökkunum?
„Hvað er mikið eftir af fundinum? Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í, ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum þeirra sem við þurfum að vera klár í að lesa og leysa."

„Þær leita mjög mikið í þessar leiðir, við þurfum að vera mjög sterkar 1 á 1 inn í þessum svæðum og vera tilbúnar í báráttu á móti þeim. Þær eru með líkamlega sterkt lið, hraði í liðinu og svo sóknarlega þurfum við að þora, þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast við það að þær eru að sækja - að við spilum boltanum inn í þau pláss aftur þegar við vinnum hann."

„Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að gera. Ég tel að við munum gera þetta á morgun og ætlum að gera þetta."


Hér að neðan má svo sjá viðtöl við þau Einar Örn Jónsson og Hörpu Þorsteinsdóttur sem tekin voru í gær.

Sjá einnig:
Segir Söru vera einstakan leikmann - „Íslendingar miklar íþróttakonur"
Einar Örn: Öllum sama þó ég sé löðrandi sveittur
Harpa Þorsteins: Eitthvað sem ég myndi telja að hann væri að hugsa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner