Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. janúar 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Ég get ekki kvartað
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær getur leyft sér að vera sáttur eftir að hafa stýrt Manchester United til sjöunda sigursins í röð. United hefur unnið alla leikina síðan Solskjær tók við af Jose Mourinho.

Í dag hafði Man Utd betur gegn Brighton. Frammistaðan var ekki sú besta, sérstaklega ekki í síðari hálfleik, en sigur er sigur.

„Við hefðum átt að spila leikinn betur út. Síðustu 15 mínúturnar voru erfiðar," sagði Solskjær eftir leikinn.

„Við spiluðum mjög vel á köflum og við hefðum getað klárað leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Þú ert aldrei viss í fótbolta fyrr en leikurinn er búinn."

Marcus Rashford skoraði annað mark United. Það var mjög laglegt.

„Þvílík afgreiðsla hjá Rashford. Það er frábært að vinna með honum. Þetta var hans 150. leikur og ég held að hann sé búinn að skora meira en nokkrar goðsagnir félagsins. Hann á bjarta framtíð fyrir höndum."

Ég get ekki kvartað. Ég brosi, þetta er eitthvað sem ég mun muna eftir að eilífu," sagði Norðmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner