Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. mars 2021 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Cecilía: Hefur fundist Berglind eiga skilið meiri athygli og hrós
Fyrirliðinn og markvörðurinn ánægðar eftir leik í sumar.
Fyrirliðinn og markvörðurinn ánægðar eftir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru liðsfélagar síðustu tvö tímabil hjá Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Þær verða áfram liðsfélagar því í gær varð ljóst að Cecilía leikur með Örebro út komandi leiktíð. Berglind gekk í raðir félagsins fyrir áramót. Cecilía var til viðtals vegna félagsskiptanna og var hún spurð út í Berglindi.

Hvernig er að verða áfram liðsfélagi Berglindar?

„Það er ótrúlega þægilegt að hafa annan Íslending hérna sérstaklega þegar þú ert ný og þekkir engan og hún hefur reynst mér mjög vel fyrstu dagana hérna í Svíþjóð," sagði Cecilía.

Hvernig er Berglind sem leikmaður og fyrirliði?

„Eins og flestir vita er hún frábær leikmaður og mér hefur fundist hún ekki fá nógu mikla athygli og hrós eins og hún ætti kannski skilið eftir góða frammistöðu hjá Fylki seinustu ár en það segir sig sjálft hvert hún er komin núna og vonandi heldur hún áfram að standa sig eins vel og hún hefur gert," sagði Cecilía um sinn gamla fyrirliða nú liðsfélaga hjá Örebro.

Næsti leikur Örebro er gegn Sundsvall í bikarnum á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner