Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. apríl 2019 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Klopp: Við erum ekki þreyttir - Gomez klár í að byrja?
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jurgen Klopp segir að sínir menn séu ekki þreyttir og séu klárir í slaginn.

„Við erum ekki þreyttir. Þetta er tíminn þegar úrslitin ráðast. Við erum ánægðir með það að vera að keppa um tvo titla," sagði Klopp á blaðamannafundi í morgun.

„Æfingarnar eru auðveldar þessa dagana. Tempóið er ekki hátt. Við erum með stutta æfingu á morgun áður en við ferðumst til Cardiff."

Klopp útilokar ekki að Joe Gomez gæti byrjað gegn Cardiff á sunnudag.

„Gomez lítur vel út. Chamberlain er að koma til baka líka og það eru frábærar fréttir. Við þurfum að sjá hvort að að Gomez sé klár í að byrja, það eru margir leikmenn sem hafa verið að spila síðustu leiki og eru í góðum takti."

Þjóðverjinn á von á því að Liverpool verði meira með boltann á sunnudag.

„Við erum vanir því að stjórna leikjum. Við þurfum að passa okkur hvað varðar skyndisóknirnar hjá þeim og hvert einasta fasta leikatriði sem þeir fá er tækifæri fyrir þá að skora."


Athugasemdir
banner
banner
banner