Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. apríl 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal komst að samkomulagi við Vardy - Hann hætti við skiptin
Mynd: Getty Images
Dick Law starfaði sem yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal til 2017 og reyndi að fá mikið af leikmönnum til félagsins.

Mikið hefur verið talað um þá leikmenn sem Arsenal fékk 'næstum' til sín og ræddi Law um tvo þeirra, þá Juan Mata og Jamie Vardy, í viðtali við The Athletic.

Vardy hjálpaði Leicester að vinna úrvalsdeildartitilinn 2016 og reyndi Arsene Wenger að krækja í sóknarmanninn í kjölfarið.

„Við höfðum komist að samkomulagi við Leicester og leikmanninn sjálfan. Hann kom að kíkja á aðstæður með eiginkonu sinni Rebekah. Hann sat á sófanum andspænis Arsene en hætti svo við," sagði Law.

„Ég fékk símtal frá honum þegar hann var sestur upp í bíl þar sem hann sagðist þurfa að sofa á þessu. Það er aldrei gott merki.

„Juan (Mata) vildi ólmur ganga í raðir félagsins en á endanum bauð Chelsea betur."


Þess má geta að Leicester hefur ekki endað fyrir ofan Arsenal í deildinni síðan 2016. Félaginu gengur þó talsvert betur núna undir stjórn Brendan Rodgers og er með þrettán stigum meira heldur en Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner