Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. maí 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Reus fer ekki með Þjóðverjum á EM
Marco Reus
Marco Reus
Mynd: EPA
Marco Reus, fyrirliði Borussia Dortmund, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir Evrópumótið í sumar en hópurinn verður tilkynntur síðar í dag.

Reus hjálpaði Dortmund að tryggja Meistaradeildarsæti á dögunum og gert fastlega ráð fyrir því að hann hvíli í lokaleik deildarinnar um helgina.

Hann hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum en hann komst þó nokkuð áfallalaust í gegnum þetta tímabil og missti hann aðeins af einum leik vegna meiðsla.

Reus skoraði 10 mörk og lagði upp 14 í öllum keppnum en hann er gjörsamlega búinn á því eftir tímabilið og hefur tilkynnt að hann fari ekki með þýska landsliðinu á EM.

„Eftir flókið, krefjandi og sem betur fer árangursríkt tímabil þá hef ég ákveðið í samráði við þjálfara þýska landsliðsins að gefa ekki kost á mér fyrir Evrópumótið," sagði Reus á Instagram.

„Ákvörðunin var mjög erfið fyrir mig því ég fyllist alltaf stolti að spila fyrir Þýskaland en þetta hefur verið mjög krefjandi ár fyrir mig persónulega og því ákvað ég að leyfa líkamanum að jafna sig."

„Ég mun nota þetta frí til að koma mér í gírinn fyrir nýtt tímabil og óska ég Joachim Löw og liðinu góðs gengis á EM og mun ég styðja liðið og vona það allra besta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner