Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 19. júní 2025 21:13
Elvar Geir Magnússon
Lengjudeildin: Botnliðið pakkaði Þrótti saman og vann sinn fyrsta leik
Lengjudeildin
Rafael Máni Þrastarson, leikmaður Fjölnis.
Rafael Máni Þrastarson, leikmaður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 1 - 4 Fjölnir
0-1 Hilmar Elís Hilmarsson ('32 )
0-2 Bjarni Þór Hafstein ('34 )
0-3 Rafael Máni Þrastarson ('54 )
0-4 Árni Steinn Sigursteinsson ('60 )
1-4 Jakob Gunnar Sigurðsson ('84 )
Rautt spjald: Árni Steinn Sigursteinsson, Fjölnir ('78) Lestu um leikinn

Það urðu heldur betur áhugaverð úrslit í fyrsta leik 9. umferðar Lengjudeildarinnar en Fjölnir, sem var í neðsta sæti og hafði ekki unnið leik, fór í Laugardalinn og pakkaði Þrótti saman.

Heimamenn voru varla með lífsmarki í leiknum og Fjölnir leiddi með tveggja marka mun í hálfleik. Eftir 60 mínútna leik var staðan orðin 0-4 á AVIS vellinum.

Eftir að Árni Steinn Sigursteinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt náði Þróttur að skora sárabótamark ellefu gegn tíu í lok leiksins.

„Þessu átti enginn lifandi maður von á. Þetta breytir fallbaráttunni mjög mikið. Fyrsti sigur Fjölnis í 284 daga, síðan 8. september í fyrra," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í textalýsingu frá leiknum.

Fjölnir fer upp í sex stig líkt og Selfoss eftir þessi úrslit en Selfyssingar fara í neðsta sætið á lakari markatölu. Þróttur situr í fjórða sæti, fjórum stigum frá toppsætinu.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Keflavík 11 5 3 3 23 - 15 +8 18
5.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 11 3 2 6 25 - 34 -9 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner