Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjög spenntur fyrir Gabríel Aroni - „Tekið miklum framförum á stuttum tíma"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik staðfesti að Gabríel Aron Sævarsson væri á leið til félagsins frá Keflavík eftir tímabilið. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Gabríel Aron lék sinn fyrsta leik árið 2023 fyrir meistaraflokk Keflavíkur en þeir eru alls orðnir 33 talsins. Hann hefur leikið 12 leiki í Lengjudeildinni í sumar og skorað fjögur mörk.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Gabríel eftir frábæran sigur liðsins gegn Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær.

„Virkilega spennandi leikmaður, hefur spilað vel í sumar og hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma. Leikmaður sem við teljum að eigi mikið inni. Það er heilmikið eftir af tímabilinu hjá honum, Keflavík og okkur þannig ég held að það sé ekki tímabært að ræða þetta eitthvað frekar, spennandi leikmaður," sagði Dóri.
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Athugasemdir
banner