Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 10:08
Elvar Geir Magnússon
Havertz duglegur í ræktinni í sumar
Kai Havertz ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.
Kai Havertz ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.
Mynd: EPA
Margir stuðningsmenn Arsenal eru spenntir fyrir því að sjá Kai Havertz á komandi tímabili en á myndum frá undirbúningstímabilinu sést vel að þýski landsliðsmaðurinn hefur verið að vinna í líkamsstyrk sínum og bætt á sig talsverðum vöðvamassa.

Havertz, sem er 26 ára, missti af fjórum mánuðum á síðasta tímabili vegna meiðsla aftan í læri.

Hann gæti fengið aukna samkeppni um byrjunarliðssæti en Arsenal vinnur hörðum höndum að því að kaupa Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon og er þegar búið að ná munnlegu samkomulagi við leikmanninn. Allt er á lokastigi og sagt að áætlað sé að sænski sóknarmaðurinn mæti í læknisskoðun á föstudag.

„Sjáið líkamlegu breytinguna á manninum, hann ætlar að sýna öllum að hann sé rétti maðurinn í að leiða sóknina," skrifaði einn stuðningsmaður Arsenal á samfélagsmiðlum um standið á Havertz sem hefur greinilega verið duglegur í líkamsræktarsalnum.





Athugasemdir
banner