Sunderland, sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar.
Félagið hefur verið að eyða miklu í áhugaverða leikmann sem fá það verkefni að reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi í deild þeirra bestu.
Félagið hefur verið að eyða miklu í áhugaverða leikmann sem fá það verkefni að reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi í deild þeirra bestu.
Núna segir Sky Sports að félagið ætli að gera metnaðarfulla tilraun til að reyna að fá Granit Xhaka á miðjuna.
Xhaka er fyrrum leikmaður Arsenal en hefur síðustu ár leikið með Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Var hann meðal annars lykilmaður þegar Leverkusen varð þýskur meistari 2024.
Xhaka hefur verið sterklega orðaður við félag í Sádi-Arabíu en Sunderland ætlar sér að reyna að fá þennan kraftmikla miðjumann.
Athugasemdir