Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Liverpool leitar að sóknarmanni - Annað tilboð Newcastle í Ekitike
Powerade
Hugo Ekitike er eftirsóttur.
Hugo Ekitike er eftirsóttur.
Mynd: EPA
Luis Díaz er sagður vilja yfirgefa Liverpool.
Luis Díaz er sagður vilja yfirgefa Liverpool.
Mynd: EPA
Man Utd hefur áhuga á Douglas Luiz.
Man Utd hefur áhuga á Douglas Luiz.
Mynd: EPA
Liverpool vill fá Alexander Isak en Newcastle segir sænska framherjann ekki til sölu. Það er nóg að gerast á leikmannamarkaðnum eins og venjulega og hér er daglega samantektin á slúðrinu.

Liverpool hefur nú bæst í baráttu um franska framherjann Hugo Ekitike (23) hjá Eintracht Frankfurt. Newcastle segir að sænski framherjinn Alexander Isak (25) sé ekki til sölu og þá þarf Liverpool að leita annarra kosta. (Sky Sports)

Newcastle telur að því sé vísvitandi lekið að Liverpool sé tilbúið að borga 120 milljónir punda fyrir Isak til að hafa áhrif á leikmanninn. (Telegraph)

Liverpool hefur einnig áhuga á öðrum framherjum ef það nær ekki að landa Isak; Ollie Watkins (29) hjá Aston Villa, Victor Osimhen (26) hjá Napoli, Yoane Wissa (28) hjá Brentford og Rodrygo (24) hjá Real Madrid hafa allir verið nefndir. (Mail)

Frankfurt hefur þegar hafnað formlegu tilboði frá Newcastle sem nam 69 milljónum punda í Ekitike. Newcastle hefur komið með annað tilboð. (Sky Sports Þýskaland)

Napoli hefur tilkynnt Liverpool að félagið muni ekki gera tilboð í Darwin Nunez (26), (Fabrizio Romano)

Kólumbíski kantmaðurinn Luis Díaz (28) hefur gert Liverpool það ljóst að hann vilji yfirgefa félagið eftir að 58,6 milljóna punda tilboði frá Bayern München var hafnað (Athletic)

Tottenham er nú í samkeppni við Inter um að fá belgíska varnarmanninn Koni de Winter (23) frá Genoa. (i)

Bournemouth er búið að setja 59 milljóna punda verðmiða á úkraínska varnarmanninn Illia Zabaryni (22). PSG hefur áhuga á leikmanninum. (Independent)

Chelsea ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum. Portúgalski framherjinn Joao Felix (25) ræðir við Benfica um mögulega endurkomu og Frakkinn Christopher Nkunku (27) mun líklega yfirgefa félagið. (Standard)

Manchester United hefur áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27) frá Juventus í sumar. Everton er einnig að skoða möguleikann. (Football Insider)

Franski varnarmaðurinn Ibrahima Konate (26) hjá Liverpool, hefur hafnað stórum tilboðum frá Sádi-Arabíu, en Liverpool er hins vegar tilbúið að taka við tilboðum í leikmanninn, þar sem verðmiði hans er sagður vera 43,5 milljónir punda. (AS)

Andrea Pinamonti (26), framherji Sassuolo, vekur áhuga hjá West Ham og Brentford. (Standard)

Leeds United hefur áhuga á spænska framherjanum Gonzalo Garcia (21) hjá Real Madrid, sem mögulega gæti verið fenginn á lánssamningi. (TBR)

Nottingham Forest hefur sett Jacob Ramsey (24), miðjumann Aston Villa, efstan á óskalista sinn fyrir þennan félagaskiptaglugga. (Telegraph)

Leeds United hefur náð samkomulagi við Newcastle um miðjumanninn Sean Longstaff (27). (Athletic)
Athugasemdir
banner