Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti hörmulegt HM og verður nú mögulega seldur til Man Utd
Nicolas Jackson.
Nicolas Jackson.
Mynd: EPA
Svo virðist sem ferill Nicolas Jackson hjá Chelsea sé mögulega að taka enda. Jackson hefur átt erfiða mánuði og Enzo Maresca, stjóri liðsins, missti mögulega alveg þolinmæðina gagnvart honum á HM félagsliða í sumar.

Chelsea fór alla leið á HM félagsliða og bar sigur úr býtum á mótinu en Jackson gerði ekki mikið gott á mótinu.

Jackson fékk rautt spjald aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á í 3-1 tapi gegn Flamengo sem svipaði til rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Newcastle á síðasta tímabili. Jackson getur verið rosalegur klaufi, hvort sem það er fyrir framan markið eða annars staðar inn á vellinum.

Núna eru háværar sögur um að Chelsea ætli að losa sig við Jackson, sem hefur verið hjá félaginu frá 2023. Chelsea hefur bætt við sig Liam Delap og Joao Pedro í sumar og Jackson fellur því aftar í goggunarröðina.

Samkvæmt The Times er Manchester United á meðal félaga sem fylgist með Jackson. AC Milan og Barcelona hafa líka verið nefnd til sögunnar.

Jackson, sem er 24 ára, hefur skorað 30 mörk í 81 leik fyrir Chelsea.
Athugasemdir
banner