Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sýnir Estupinan áhuga
Pervis Estupinan á landsliðsæfingu Ekvador.
Pervis Estupinan á landsliðsæfingu Ekvador.
Mynd: EPA
Manchester United hefur haft samband við umboðsmenn Pervis Estupinan, varnarmanns Brighton, um möguleg félagaskipti í sumar.

Estupiñán, sem er frá Ekvador og 27 ára, hefur verið orðaður við bæði United og AC Milan. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Brighton, en félagið virðist vera opið fyrir tilboðum, sérstaklega eftir að hafa tryggt sér Maxim De Cuyper frá Club Brugge.

Estupinan hefur sjálfur gefið til kynna að hann sé tilbúinn í nýja áskorun.

„Félagið skilur að ég vil vaxa og halda áfram að þróast,” sagði hann í viðtali. Hann mun skoða þau tilboð sem liggja fyrir og ákveða næstu skref.

Það virðist óvissa vera um framtíð Tyrell Malacia hjá Manchester United, sem var á láni hjá PSV á síðasta tímabili, og hvort Luke Shaw geti haldið sér heilum.
Athugasemdir
banner