Nestory Irankunda er mættur til Englands en hann er á leið til Watford á láni frá Bayern Munchen.
Irankunda er 19 ára ástralskur vængmaður. Hann gekk til liðs við Bayern frá Adelaide í heimalandinu síðasta sumar. Hann kom hins vegar ekkert við sögu á síðasta tímabili og er mættur til Watford til að sanna sig fyrir HM á næsta ári.
Irankunda er 19 ára ástralskur vængmaður. Hann gekk til liðs við Bayern frá Adelaide í heimalandinu síðasta sumar. Hann kom hins vegar ekkert við sögu á síðasta tímabili og er mættur til Watford til að sanna sig fyrir HM á næsta ári.
„Auðvitað var það erfið ákvörðun en stærsta markmiðið mitt er að spila á HM 2026 svo ég verð að fá að spila," sagði Irankunda.
Hann er spenntur fyrir því að fara í Championship deildina.
„Það besta fyrir mig var að fara annað. Ég er spenntur og mjög ánægður að fá þetta tækifæri. Ég mun leggja hart að mér með liðinu um leið og ég byrja að æfa og reyni að vinna mér sæti í liðinu. Championship deildin er í heimsklassa," sagði Irankunda.
Athugasemdir