Marco Silva tók við Fulham árið 2021 eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni. Hann stýrði liðinu aftur upp í deild þeirra bestu á sínu fyrsta tímabili.
Síðan þá hefur liðið endað um miðja deild í úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í 11. sæti á síðustu leiktíð.
Calvin Bassey, varnarmaður Fulham, segir að Silva sé vanmetinn og að hann muni fljótlega stýra stórliði á Englandi.
Síðan þá hefur liðið endað um miðja deild í úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í 11. sæti á síðustu leiktíð.
Calvin Bassey, varnarmaður Fulham, segir að Silva sé vanmetinn og að hann muni fljótlega stýra stórliði á Englandi.
„Það er oft horft framhjá honum. Hann var farinn að fá hrós á þessu tímabili vegna þess að við spiluðum vel og við unnum nokkur sterk lið en það er klárlega horft framhjá honum," sagði Bassey.
„Fyrir mér er hann einn af betri stjórum úrvalsdeildarinnar. Eftir nokkur ár gæti hann verið við toppinn og stýrt einu af bestu liðum úrvalsdeildarinnar."
Athugasemdir