Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. júlí 2018 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Víkingur lánar Loga í Þrótt (Staðfest)
Logi í leik með Víkingum í sumar.
Logi í leik með Víkingum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur lánað Loga Tómasson í Þrótt úr tímabilið.

Logi er vinstri kantmaður sem fékk eldskírn sína með meistaraflokki Víkings í Pepsi-deildinni í sumar.

Hann er á 18. aldursári og spilaði þrjá leiki með liðinu í deildinni og einn í Mjólkurbikarnum.

Logi hafði ekki spilað í deildinni síðan 18. maí og spilaði svo bikarleikinn gegn Kára 31. maí en síðan þá ekki verið í myndinni hjá nafna sínum, Loga Ólafssyni þjálfara liðsins.

Hann fær nú tækifæri hjá Gunnlaugi Jónssyni þjálfara Þróttar sem er að gera breytingar á liði sínu en Víðir Þorvarðarson og Karl Brynjar Björnsson voru leystir undan samningi hjá félaginu í gær.
Athugasemdir
banner
banner