Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 19. ágúst 2018 19:03
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Þetta er barátta fram á síðasta leikdag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurinn var ofboðslega mikilvægur. Þetta var erfiður leikur að spila. KA er ofboðslega skipulagt, sterk og gott lið. Við höfum spilað þessa tvo leiki við þá í sumar og þeir hafa verið mjög erfiðir en ekkert annað en eðlilegt við það, þeir eru með gott lið," sagði Rúnar þjálfari KR eftir góðan útisigur á KA á Akureyri. 

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

KR skoraði eina mark leiksins á 67 mínútu. 

Við skoruðum þetta eina mark sem skipti sköpum í leiknum. Mér fannst við vera sterkari aðilinn, sérstaklega í síðari hálfleik. Í síðari hálfleik þá stjórnum við leiknum frá fyrstu til síðustu mínútu og skorum mjög gott mark eftir gott spil. Við vorum búnir að leita lengi að þessari opnun sem síðan kom. Kennie kláraði eins og ekta senter á að gera, frábært mark hjá honum. Verðskuldaður sigur að mínu mati." 

KR fer í 27 stig í fjórða sætinu. 

Það er mikill barátta um þetta fjórða sæti. Það eru mörg lið að berjast um það og tap í dag hefði lyft KA upp fyrir okkur og gert okkur erfitt fyrir. Nú erum við búinn að hrista þá af okkur, allavega í eina umferð. Við setjum sömuleiðis pressu á þau lið sem eru að elta okkur. Þetta er barátta fram á síðasta leikdag að ég held. Það er enginn að fara gera atlögu að topp þremur, það er nokkurn veginn komið. Við erum með fókusinn á fjórða sætið."

Kennie Chopart skoraði eina mark leiksins og Rúnar var mjög ánægður með hann. 

Kennie hefur haft orð á sér að vera ekki nægjanlega góður að klára færin en hann sýndi það í dag, hann setur boltann utanfótar framhjá markmanninum í hornið og það er virkilega vel klárað. Ef hann heldur svona áfram á hann eftir að skora fleiri mörk fyrir okkur í sumar og á næstu árum. Hann hleypur og berst fyrir mann í 90 mínútur, ótrúlega duglegur og gulls ígildi að eiga hann." 

KR á leik gegn ÍBV á heimavelli í næstu umferð. 

Ég er alltaf sáttur við að eiga heimaleiki, þessi deild er erfið og sérstaklega á útivöllunum. Auðvitað líður manni alltaf betur á heimavelli. Við eigum erfiðan leik fyrir höndum. KR hefur tapað síðustu þremur leikjum gegn ÍBV, við urðum undir þar í mikilli baráttu og við þurfum að reyna að laga það. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að eiga mögulega á sigri." 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner