Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. október 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger svarar Mourinho: Eins og að vera kominn á leikskóla
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, sem var við stjórn hjá Arsenal í 22 ár, gaf út sjálfsævisögu í síðustu viku og sleppti því alveg að minnast á Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóra Chelsea.

Þeir tveir áttu ýmsar áhugaverðar rimmur utan vallar og gripu eitt sinn til handalögmála á hliðarlínunni.

Mourinho var spurður um helgina hvort hann hefði einhverja skýringu á því hvers vegna Wenger hefði sleppt því að fjalla um fjandskap þeirra í bókinni. Mourinho svaraði einfaldlega: „Það er vegna þess að hann vann mig aldrei."

Wenger, sem starfar í dag hjá FIFA, segist ekki vera hissa á þessu skoti Mourinho, sem vann 10 innbyrðisviðureignir gegn 2 þegar stjórarnir mættust.

„Þessi ummæli trufla mig ekki. Hann er stöðugt að reyna að ögra, mér líður eins og ég sé kominn á leikskóla. Þetta er bara partur af persónuleikanum hans," svaraði Wenger.

„Svo er þetta ekki rétt sem hann segir, við unnum gegn honum og svo gerðum við líka mörg jafntefli. Svo ert það ekki 'þú' sem vinnur, þú tekur þátt í sigrinum en það erum 'við' sem vinnum.

„Þjálfarinn er þarna til að ná því besta úr sínu liði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner