Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. október 2022 11:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð búinn í aðgerð - Vonast til að fá hann til baka í janúar
Alfreð á æfingu með Lyngby.
Alfreð á æfingu með Lyngby.
Mynd: Heimasíða Lyngby
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason er búinn að fara í aðgerð og verður hann fjarri góðu gamni þangað til í janúar.

Alfreð viðbeinsbrotnaði í 1-1 jafntefli gegn Viborg fyrr í þessum mánuði. Alfreð lagði upp mark Lyngby í leiknum en liðið, sem Freyr Alexandersson þjálfar, er í neðsta sæti deildarinnar.

Alfreð fór í aðgerð í dag og gekk hún að sögn félagsins vel. Það er vonast til þess að hann muni snúa aftur á völlinn í janúar.

Alfreð hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðustu árin og verið mikið frá.

Alfreð er 33 ára og spilaði á dögunum sína fyrstu landsleiki í langan tíma, gegn Venesúela og Albaníu. Alls á hann 63 landsleiki fyrir Ísland en getur ekki tekið þátt í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup 2022.

Um er að ræða æfingamót sem Íslandi var boðið að taka þátt í. Ísland leikur við Litháen í undanúrslitum 16. nóvember í Vilnius eða Kaunas en sama dag tekur Lettland á móti Eistlandi í Riga. Úrslitaleikurinn og bronsleikurinn fara svo fram 19. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner