Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. desember 2018 09:33
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Emils Hallfreðssonar rekinn
Moreno Longo.
Moreno Longo.
Mynd: Getty Images
Frosinone hefur rekið Moreno Longo úr þjálfarastólnum en liðið hefur aðeins fagnað einum sigri á tímabilinu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í herbúðum Frosinone en hann fór í aðgerð og spilar ekki næstu mánuði.

Longo stýrði Frosinone í ítölsku A-deildina gegnum umspil á síðasta tímabili en aðeins einn sigur í sextán deildarleikjum gerir það að verkum að liðið er í 19. sæti, fimm stigum frá öruggu sæti.

Talið er að Marco Baroni, fyrrum þjálfari Benevento og unglingaliðs Juventus taki við Frosinone.

Uppfært 12:20: Staðfest hefur verið að Baroni sé nýr þjálfari Frosinone.
Athugasemdir
banner
banner