Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. desember 2022 16:45
Elvar Geir Magnússon
Svakalegt sjónarspil
Messi í úrslitaleiknum í gær.
Messi í úrslitaleiknum í gær.
Mynd: EPA
Talað er um úrslitaleik Argentínu og Frakklands sem besta úrslitaleik í sögu HM. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, 3-3 eftir framlengingu og Argentína vann svo í vítaspyrnukeppni.

„Þetta var frekar þurr leikur er það ekki? Nei þetta var stórkostlegt sjónarspil og frábær auglýsing fyrir fótboltann. Endurkoma Frakklands sýndi að þetta er aldrei búið í fótbolta fyrr en lokaflautan gellur," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Þetta var hágæða dramatík með hágæða leikmenn á vellinum. Alvöru drama og frábær endir á mótinu. Það var snilld að sjá þetta, og þessa tvo bestu leikmenn heims sem leiddu bæði liðin áfram."

„Þetta er stórbrotinn kafli í sögu Messi, hann hefði verið í flokki með þeim bestu sama hvernig leikurinn hefði endað. En það er magnað að hann vinni HM ofan á allt annað sem hann hefur unnið. Að sjá hann fagna með vinum og fjölskyldu á vellinum, frábær sjón fyrir Argentínu."

„Hann er með ótrúlega hæfileika. Hann hefur aldrei reitt sig alfarið á hraðann, meira á hæfileikana og boltameðferðina. Það var rosaleg fegurð í seinna markinu, ég elskaði að sjá það mark."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner