Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. janúar 2019 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morata sagður hafa skrifað undir hjá Atletico
Morata yfirgefur Chelsea.
Morata yfirgefur Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sagan segir að Alvaro Morata sé búinn að skrifa undir hjá Atletico Madrid.

Chelsea keypti Morata frá Real Madrid á 70 milljónir punda sumarið 2017 en hann hefur ekki náð að slá í gegn í enska boltanum.

Hann hefur ekki verið í leikmannahópi Chelsea í síðustu tveimur leikjum.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Morata búinn að skrifa undir hjá Atletico en hann fer þangað á láni út leiktíðina. Hann verður tilkynntur á þriðjudaginn að sögn Marca. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri segir einnig að Morata sé búinn að skrifa undir hjá Atletico.

Morata er 26 ára en hann lék með Atletico í yngri flokkum. Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá nágrönnunum í Real Madrid. Hann hefur einnig leikið með Juventus á ferli sínum.

Gonzalo Higuain er á leið til Chelsea þar sem hann mun fylla skarð Morata.


Athugasemdir
banner
banner
banner