Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. mars 2021 15:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Dion Acoff sagður á leið í Grindavík
Lengjudeildin
Dion er sagður vera á leið í Grindavík.
Dion er sagður vera á leið í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum útvarpsþáttarins Fótbolti.net er Dion Acoff að ganga í raðir Grindavíkur í Lengjudeildinni.

Bandaríski kantmaðurinn, sem er 29 ára gamall, kom til Þróttar fyrir síðasta tímabil en hann spilaði einnig með félaginu 2015 og 2016.

Hann náði ekki mikið að beita sér í Lengjudeildinni í fyrra vegna meiðsla. Hann spilaði níu leiki í deildinni og skoraði eitt mark.

„Þetta er mjög einfalt. Hann er gríðarlegur styrkur ef hann er heill en alveg 'useless' ef hann er eitthvað meiddur," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.

Sigurbjörn Hreiðarsson er þjálfari Grindavíkur en liðið hafnaði í fjórða sæti í Lengjudeildinni í fyrra.

Komnir í Grindavík:
Anton Ingi Rúnarsson frá GG
Aron Dagur Birnuson frá KA
Freyr Jónsson frá KA
Ólafur Guðmundsson frá Breiðablik
Tiago Fernandes frá Fram
Þröstur Mikael Jónasson frá Dalvík/Reyni

Farnir:
Alexander Veigar Þorsteinsson í GG
Baldur Olsen í Ægi (Á láni)
Dusan Lukic í Ægi (Á láni)
Elías Tamburini í ÍA
Gunnar Þorsteinsson í nám
Gylfi Örn Öfjörð í GG
Hermann Ágúst Björnsson
Ivan Jugovic í GG
Mackenzie Heaney til Whitby Town í Englandi
Oddur Ingi Bjarnason í KR (Var á láni)
Óliver Berg Sigurðsson í Víði (Á láni)
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og Arnar Viðars
Athugasemdir
banner
banner
banner