Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. mars 2021 22:45
Victor Pálsson
Haaland: Ég er ekki ungur en ég er mjög góður
Mynd: Getty Images
Erling Haaland, leikmaður Dortmund, sló á létta strengi í viðtali eftir leik við FC Köln í Bundesligunni í dag.

Haaland er gríðarlega öflugur sóknarmaður og skoraði bæði mörk Dortmund í 2-2 jafntefli í dag.

Hann er af mörgum talinn efnilegasti ungi leikmaður heims en Norðmaðurinn er aðeins 20 ára gamall.

Haaland hefur skorað 34 mörk í 36 deildarleikjum með Dortmund síðan hann kom til félagsins á síðasta ári.

Blaðamaður spurði Haaland eftir leik í dag hvort hann væri besti ungi leikmaður heims og fékk skemmtilegt svar.

„Ég tel að ég hafi spilað vel. Ég er eldri en 20 ára svo ég er ekki ungur. Ég er mjög góður samt," sagði Haaland með bros á vör.

Líkur eru á að Haaland færi sig um set í sumar en öll stórliðin fylgjast með hans spilamennsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner