Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. mars 2021 16:11
Elvar Geir Magnússon
Útskýrir af hverju Björn Bergmann dró sig úr hópnum
Icelandair
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson dró sig úr íslenska landsliðshópnum en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa verið meðvitaður um að þetta gæti gerst.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag var Arnar spurður út í ástæðu þess að Björn fer ekki með í komandi verkefni, fyrstu þrjá leiki Íslands í undankeppni HM.

„Björn hefur staðið sig mjög vel og spilað vel í Evrópukeppninni með Molde. Það var mikill áhugi frá okkur að fá hann. Í Noregi er neitunarvald hjá félögunum, þau geta haldið leikmönnum til baka. Við vonuðumst lengi til þess að Molde myndi gefa okkur færi á að vera með Björn í hópnum en það var strembið," segir Arnar.

„Á endanum ákvað Björn að draga sig út úr hópnum. Það eru þessar reglur, Molde hefur ákveðið vald að neita honum að hafa. Við héldum að við værum með ákveðin tromp í hendi til að fá hann en maður vill aldrei vera í neinu stríði við leikmenn eða félög."

„Björn tók þá ákvörðun sjálfur að einbeita sér að sínu félagsliði núna. Maður skilur það bara mjög vel. Ég er búinn að ræða við þjálfarann hjá Molde og við Björn. Við vissum að þetta væri möguleiki sem gæti komið upp á en vonuðumst til þess að það myndi leysast."

Enginn leikmaður hefur verið kallaður inn í hópinn í staðinn fyrir Björn en Arnar segir að það gæti breyst.

„Þegar við völdum hópinn vissum við að þetta væri eitt af því sem gæti komið upp á. Við teljum að við séum með nægilega marga framherja fyrir þennan leik gegn Þýskalandi. Svo er líka alltaf möguleiki á því að kalla menn inn, hvort það sem er fyrir leik tvö eða þrjú. Þar að auki getur ýmislegt breyst um helgina, leikmenn gætu meiðst í dag eða á morgun. Akkúrat núna teljum við ekki þörf á að kalla mann inn en það getur breyst," segir Arnar Þór Viðarsson.

Leikir Íslands:
25. mars 2021 - Þýskaland - Ísland
28. mars 2021 - Armenía - Ísland
31. mars 2021 - Liechtenstein - Ísland
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og Arnar Viðars
Athugasemdir
banner
banner
banner