Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 19. mars 2021 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Björn Bergmann dregur sig úr landsliðshópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ er búið að staðfesta að Björn Bergmann Sigurðarson hefur ákveðið að draga sig úr A-landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni fyrir HM 2022.

Leikirnir fara fram í landsleikjahlénu sem er framundan í mars en Björn Bergmann var einn af fimm sóknarmönnum í landsliðshópnum.

Björn Bergmann hefur verið að gera góða hluti með norska stórliðinu Molde sem datt úr leik í Evrópudeildinni í vikunni þrátt fyrir sigur á heimavelli gegn Granada frá Spáni.

Björn er þrítugur og hefur skorað eitt mark í 17 A-landsleikjum.

Þetta er skellur fyrir Björn og landsliðið en í gær sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali að Björn væri gríðarlega spenntur fyrir að spila með landsliðinu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kallað verði á annan leikmann í hópinn í stað Björns.

Sjá einnig:
Björn Bergmann aftur valinn - „Algjörlega til í þetta"
Landsliðshópurinn: Gylfi og Jóhann Berg með
Björn Bergmann byrjar í Evrópudeildinni

Athugasemdir
banner
banner
banner