Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. júlí 2018 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Grótta leitar að yfirþjálfara
Mynd: Grótta
Knattspyrnudeild Gróttu leitar að drífandi og metnaðarfullum þjálfara til að leiða og efla enn frekar blómlegt yngri flokka starf deildarinnar.

Hjá knattspyrnudeild Gróttu æfa um 320 iðkendur í 2-8. flokki karla og kvenna. Grótta hefur metnað til að bjóða iðkendum sínum upp á framúrskarandi þjónustu þar sem öllum leikmönnum er sinnt af alúð og metnaði. Hjá knattspyrnudeildinni starfar frábært þjálfarateymi og nú leitum við að góðum liðsmanni til að slást í hópinn. Um hlutastarf er að ræða.

Starfssvið:
*Yfirumsjón með faglegu starfi 2-8. flokks karla og kvenna sem skal unnið samkvæmt stefnu og markmiðum deildarinnar.

*Að halda utan um þjálfarateymi deildarinnar og veita þjálfurum ráðgjöf og aðhald varðandi þjálfun og samskipti

*Umsjón og uppsetning á æfingatöflu deildarinnar

*Fagleg samskipti við KSÍ, skrifstofu Gróttu, barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar og aðra tengda aðila

Hæfniskröfur:
*UEFA-A þjálfaragráða er stór kostur

*Reynsla af þjálfun yngri flokka

*Samskipta- og leiðtogahæfileikar

*Jákvæðni, dugnaður og hugrekki til að feta ótroðnar slóðir

Umsóknarfrestur er til 1.ágúst 2018.

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner