Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 21. júlí 2020 22:14
Sigurður Marteinsson
Jón Sveins: Áttum aðeins í vök að verjast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram gerði 2-2 jafntefli við Þrótt R á útivelli í kvöld eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik. Jón Sveinsson þjálfari Fram var ekki alveg nógu sáttur með spilamennsku liðsins í seinni hálfleik en sættir sig þó við eitt stig úr leiknum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Fram

„Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í fyrri hálfleik. Kannski vantaði aðeins að setja mark númer tvö til að hafa leikinn betur í hendi. Þróttararnir virkilega lögðu sig fram og hlupu og börðust allan leikinn. Sérstaklega komu þeir grimmir í seinni hálfleik og við áttum bara aðeins í vök að verjast út á vellinum. Áttum kannski á endanum ekkert meira skilið en eitt stig úr þessu''.

„Niðurstaðan 2-2 og Þróttararnir eiga hrós skilið fyrir sinn leik í dag''

Fram lenti undir eftir að hafa leitt í hálfleik. Jöfnunarmarkið var svo sjálfsmark sem kemur í blálokin. Jón var ekki sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleik.

„Ég er ekki sáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik og ekki sáttur við að hafa ekki klárað kannski leikinn í fyrri hálfleik eða komið öðru marki á þá. Við vissum alveg að Þróttararnir eru að berjast fyrir lífi sínu og svoleiðis liðum er alltaf erfitt að mæta. Þeir lögðu allt í þetta og við vorum ekki alveg tilbúnir að mæta þeim''.

Framarar þurftu að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Slíkt setur kannski lið aðeins úr jafnvægi en Jóni fannst það ekki hafa skipt sköpum í dag. „Auðvitað truflar það eitthvað aðeins en góðir menn koma bara inn á. Þú ert með marga leikmenn til að leysa þessar stöður, það er bara svoleiðis''.


Athugasemdir
banner
banner