Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. júlí 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville um þægindaramma leikmanna: Sir Alex kunni þetta og Klopp mun lenda í sömu stöðu
Klopp þarf að hafa augu með sínum mönnum.
Klopp þarf að hafa augu með sínum mönnum.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að Jurgen Klopp eigi svipað verkefni fyrir höndum hjá Liverpool og Sir Alex Ferguson hafði fyrir höndum hjá Manchester United á sínum tíma.

Einungis Manchester City hefur sigrað úrvalsdeildina tvisvar í röð síðan Sir Alex gerði það árin 2008 og 2009.

Neville var leikmaður Sir Alex á sínum ferli og nefnir nokkra hluti sem munu verða á vegi Klopp þegar hann reynir að hvetja sína leikmenn til að endurtaka leikinn frá í ár.

„Í aðra höndina ertu að ná frábærum árangr með ungum leikmönnum sem eru að koma í gegn. Liverpool eru að ná frábærum árangri með hinn unga Trent Alexander-Arnold. Í hina höndina viltu ekki halda að allt sé í himnalagi," sagði Neville á Sky Sports.

„Þegar þú nærð að búa til lið sem vinnur deild og Meistardeild geriru þá breytingar áður en það þarf að breyta eða breytiru engu og tekur séns á að hlutirnir staðni ekki?"

„Það er áskorun frábærs stjóra og það er það sem Sir Alex var svo góður í. Hann ýtti mönnum áfram þegar þeir voru að komast í þægindaramma. Hann tók inn leikmenn til að skora á aðra. Hann kældi þá í viku eða tvær og Klopp mun lenda í þessari stöðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner