Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besti leikmaður Afríku krýndur í dag - Þrír sem koma til greina
Mynd: EPA
Besti leikmaður Afríku verður krýndur í dag en það eru þrír leikmenn sem koma til greina.

Þeir eru Mohamed Salah leikmaður Liverpool og egypska landsliðsins, Sadio Mane leikmaður Bayern Munchen og senegalska landsliðsins og fyrrum leikmaður liverpool. Þá er Edouard Mendy leikmaður Chelsea og senegalska landsliðsins einnig tilnefndur.

Salah var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Heung Min Son og var með flestar stoðsendingar í deildinni. Þá komst hann í úrslit Afríkukeppninnar með Egyptalandi.

Sadio Mane átti gott tímabil með Salah hjá Liverpool þar sem liðið vann FA bikarinn og enska deildabikarinn, lenti í 2. sæti í deildinni og tapaði í úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.

Edouard Mendy lék með Chelsea sem tapaði gegn Liverpool í báðum bikarkeppnunum. Mendy og Mane voru í liði Senegal sem vann Egyptaland í úrslitum Afríkukeppninnar.


Athugasemdir
banner
banner