Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 21. desember 2020 23:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laporta: Barcelona búið að ljúga margoft að Messi
Joan Laporta
Joan Laporta
Mynd: Getty Images
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Joan Laporta er spænskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Barcelona. Hann var forseti félagsins á árunum 2003-2010. Hann er einn þeirra sem býður sig fram í komandi forsetakosningum félagsins.

Hann var í viðtali sem ESPN birti hluta úr í dag. Þar segir hann:

„Barcelona hefur margoft logið að Messi og ofan á það hafa hlutirnir ekki farið eins og allir vildu. Messi getur ekki haldið áfram að samþykkja að önnur lið vinni Meistaradeildina og Barca, með Lionel, besta leikmann sögunnar, er ekki samkeppnishæft í þeirri keppni."

„Saga hans og félagsins er svo falleg að verðandi forseti þarf að sjá til þess að hún haldi áfram. Ásamt því að því að laga fjárhagsstöðu félagsins er aðalatriðið að leggja fram tilboð fyrir Messi sem sér til þess að hann verði áfram. Ég vona að ég verði kominn í þá stöðu áður en það er um seinan."

„Ég hef eitt sem veitir mér forskot sem er traust Messi,"
sagði Laporta.

Sjá einnig:
Messi opnar sig: Ég átti mjög erfitt í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner