
Franski varnarmaðurinn Adil Rami mun ekki fá sér kaffibolla með argentínska markverðinum Emiliano Martínez eitthvað á næstunni, en hann ákvað að fara á Instagram og ausa úr skálum reiði sinnar.
Rami, sem er 38 ára gamall, spilar í dag með Troyes í frönsku deildinni, en hann var í franska landsliðshópnum sem vann HM árið 2018.
Hann hætti að spila með Frökkum eftir það. Rami spilaði áður með liðum á borð við Lille, Valencia, Milan, Sevilla og Marseille. Þá komst hann í heimsfréttirnar er hann var í sambandi með fyrrum Baywatch-stjörnunni Pamelu Anderson.
Varnarmaðurinn fylgldist vel með Frökkum á heimsmeistaramótinu í Katar en hann var þó ekki ánægður með hegðun Martínez á mótinu og segir hann hataðasta fótboltamann heims.
Martínez gekk fremur langt í fögnuðinum eftir sigurinn á Frökkum en hann hæddist að Kylian Mbappe inn í klefa eftir leik og hélt því svo áfram í opinni rútu í Buenos Aires í gær með því að halda á barnadúkku með mynd af Mbappe.
Rami ofbauð þessi hegðun og lét allt flakka á samfélagsmiðlum.
„Mesta fíflið í fótboltanum. Þetta er mest hataðasti fótboltamaður í heimi,“ skrifaði Rami og setti í Instagram-soguna sína.
„Mbappe fór svo illa með þá að þeir fagna sigrinum á honum meira en að hafa unnið sjálft mótið,“ sagði hann enn fremur.
Adil Rami en story Instagram. pic.twitter.com/JIGhZO4rpC
— Instant Foot ?? (@lnstantFoot) December 21, 2022
Athugasemdir